Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að hann muni tefla fram sterku liði gegn Brighton í deildabikarnum í kvöld.
Flestir hafa búist við að Arteta myndi hvíla reglulega byrjunarliðsmenn í kvöld, enda mikið álag verið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni.
„Við munum tefla fram mjög samkeppnishæfu liði,“ segir Arteta.
„Við munum gera einhverjar breytingar út frá álaginu á leikmenn en við spilum til að vinna.“
Arteta er mjög ánægður með þá leikmenn sem hafa minna fengið að spila á tímabilinu og hvernig þeir hafa komið inn þegar þeir fá sénsinn.
„Þegar þeir hafa fengið að spila hefur það gengið vel, sama hvort það er hluti leikja í ensku úrvalsdeildinni eða byrjunarliðsleikir í Evrópudeildinni.“
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á undan Manchester City. Þá vann liði riðil sinn í Evrópudeildinni.