Ensk blöð segja frá því að Reece James bakvörður Chelsea hafi í gær fengið símtalið frá Gareth Southgate um að hann færi ekki með á HM í Katar.
James meiddist á hné í síðasta mánuði og átti sér þann draum að ná miða í flugvélina til Katar.
James er byrjaður að hlaupa á grasi og fór í myndatöku í gær sem kom vel út. Hann vonaðist til að fara með og geta tekið þátt í mótinu frá 16 liða úrslitum.
Southgate hringdi hins vegar í hann og sagðist ekki geta tekið áhættuna á því að taka hálf meiddan leikmann með.
Líklega eru þetta góðar fréttir fyrir Trent Alexander-Arnold leikmann Liverpool sem hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá Southagte.