Sænska goðsögnin Mikael Lustig hefur lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril sem atvinnumaður.
Lustig er nafn sem margir kannast við en hann gerði garðinn frægan hjá Celtic í Skotlandi og einnig með sænska landsliðinu.
Lustig lék 94 landsleiki fyrir Svíþjóð á sínum ferli en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með AIK í heimalandinu.
Lokaleikur sænsku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina og kveður Lustig með 1-0 tapi gegn Elfsborg.
Lustig er 35 ára gamall en hann lék einnig með Umea, GIF Sundsvall, Rosenborg og Gent á ferlinum.
Bakvörðurinn var hluti af sænska landsliðinu frá 2008 til 2021.