Það er í boði fyrir miðjumanninn Denis Zakaria að snúa aftur til Borussia Monchengladbach við tækifæri.
Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála Gladbach, Roland Virkus, en Zakaria ákvað að skrifa undir hjá Juventus í byrjun 2022.
Zakaria náði aldrei að festa sig í sessi á Ítalíu og var lánaður til Chelsea í sumar þar sem tækifærin eru af skornum skammti.
Miðjumaðurinn var áður frábær fyrir Gladbach og lék 125 deildarleiki á fimm árum eftir að hafa komið frá Young Boys árið 2017.
Það verður alltaf pláss fyrir þennan 25 ára gamla leikmann hjá Gladbach og hver veit hvort hann snúi aftur.
,,Auðvitað viljum við fá Zakaria aftur hingað. Þetta er leikmaður sem getur hjálpað í mörgum stöðum með sínum hraða, hann væri alltaf mikil hjálp,“ sagði Virkus.