fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

HM-sendiherra Katar segir samkynhneigð vera andlegan skaða – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 07:02

Frá vígslu Al Wakrah sem verður leikið á á HM2022. Mynd: EPA-EFE/Noushad Thekkayil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru velkomnir á HM í knattspyrnu í Katar. Þetta hefur Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA sagt frá því að ákveðið var að halda mótið í Katar. Hefur þar engu skipt að samkvæmt lögum í Katar er samkynhneigð bönnuð.

Í gær var Khalid Salman, sérstakur HM-sendiherra Katar, spurður út í þetta þetta þegar hann ræddi við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF og er óhætt að segja að svar hans sé ekki í samræmi við þessar yfirlýsingar FIFA. Hefur upptaka af þessum ummælum hans farið víða í netheimum síðasta sólarhringinn.

„Fólk neyðist til að sætta sig við reglurnar hér í landinu. Samkynhneigð er haram (bönnuð, innsk. blaðamanns). Veist þú hvað haram þýðir?“ sagði Salman sem er fyrrum landsliðsmaður Katar.

Síðan hélt hann áfram og sagði: „Og af hverju er þetta haram? Af því að þetta er andlegur skaði.“

Þegar hér var komið við sögu lauk viðtalinu því embættismaður blandaði sér í málið og dró Salman á brott.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum