Heimir Hallgrímsson stýrði öðrum leik sínum með landsliði Jamaíka í kvöld og var spilað við Kamerún.
Kamerún er að undirbúa keppni á HM í Katar en þar mun Jamaíka ekki spila.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í kvöld en lærisveinar Heimis tóku forystuna á 60. mínútu leiksins.
Kamerún jafnaði metin um 14 mínútum síðar og þar við sat í nokkuð bragðdaufum leik miðað við tölfræði.
Þetta var annar leikur Heimis með Jamaíka en hann tapaði þeim fyrsta 3-0 gegn Argentínu.