Heung-Min Son hefur staðfest að hann fari með Suður-Kóreu á Heimsmeistaramótið í Katar.
Son meiddist í leik með Tottenham gegn Marseille í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og var strax óttast um þáttöku hans á HM.
Hann verður hins vegar með. „Ég get ekki beðið eftir að spila fyrir hönd þjóðar minnar. Sé ykkur í Katar,“ segir Son.
Suður-Kórea er í riðli með Portúgal, Gana og Úrúgvæ á HM, sem hefst þann 20. nóvember.