Juventus er ekki að reyna að lokka Antonio Conte aftur til starfa ef þú spyrð goðsögn ítalska liðsins, Alessandro Del Piero.
Conte er orðaður við endurkomu til Juventus en hann náði frábærum árangri með liðið á sínum tíma áður en hann tók við ítalska landsliðinu.
Conte tók síðar við Chelsea og svo Inter Milan en er í dag hjá Tottenham og er vinsæll á meðal marga en ekki allra.
Gengi Juventus hefur ekki verið ásættanlegt á þessu tímabili og er talið að Massimilano Allegri sé á förum fyrr frekar en seinna.
,,Það eru allir að tala um Conte því hann gerði svo vel hjá Juventus og stuðningsmennirnir elska hann,“ sagði Del Piero.
,,Juventus er í vandræðum eins og er en ég held að það séu engar viðræður í gangi. Það er það sem ég tel en ég veit ekkert fyrir víst.“
,,Ég held að Antonio sé einbeittur að því verkefni sem hann er að vinna hjá Tottenham.“