Vincent Aboubakar, fyrrum leikmaður Porto og Besiktas, hefur aftur skotið á sóknarmanninn Mohamed Salah.
Aboubakar er enginn aðdáandi Salah sem spilar fyrir Liverpool sem og egypska landsliðið.
Aboubakar tjáði sig í febrúar og sagði þá að Salah væri hvergi nærri getu leikmanna eins og Kylian Mbappe sem leikur með PSG.
Salah er einn öflugasti markaskorari Evrópu en Aboubakar segist vera alveg jafn hæfileikaríkur.
Aboubakar er landsliðsmaður Kamerún og spilar í dag fyrir lið Al Nassr í Sádí Arabíu.
,,Ég er ekkert hrifinn af honum. Ég get gert það sem hann gerir en ég fékk ekki tækifærið að spila fyrir stórlið,“ sagði Aboukakar.
,,Ég skil viðhorf fólks, hann er einn besti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar. Það eer vit í því að fólk tali um hann.“
,,Ég tók þó fram að þetta væri mín skoðun og mitt mat. Mér er alveg sama hvað fólki finnst.“