Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Marcus Rashford sem spilar með liðinu.
Ten Hag hefur notað Rashford í ýmsum stöðum síðan hann tók við en er ákveðinn í að hann sé bestur annað hvort sem nía eða á vinstri vængnum komandi inn á völlinn.
Rashford er nokkuð fjölhæfur leikmaður en hann hefur þurft að spila þónokkur hlutverk hjá félaginu undanfarin ár.
,,Hann getur spilað vinstra megin, hann getur spilað í öllum þremur hlutverkum sóknarleiksins,“ sagði Ten Hag.
,,Hann getur skorað mörk í öllum af þessum stöðum en besta staða Rashford er nían eða þá að koma inn á völlinn frá vinstri.“