Osasuna 1 – 2 Barcelona
1-0 David Garcia(‘6)
1-1 Pedri(’48)
1-2 Raphinha(’85)
Tíu menn Barcelona náðu sigri í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Osasuna á útivelli.
Þeir Pedri og Raphinha sáu um að tryggja Börsungum sigurinn en liðið hafði lkent 1-0 undir.
Robert Lewandowski spilaði aðeins 31 mínútu í dag en hann fékk að líta tvö gul og þar með rautt á 37. mínútu.
Barcelona gerði því vel að ná að landa sigrinum og er með fimm stiga forskot á toppnum.