Það var mikil stemning á Elland Road, heimavelli Leeds, er liðið vann dramatískan sigur á Bournemouth um helgina.
Leeds vann 4-3 sigur eftir að hafa lent 1-3 undir snemma í seinni hálfleik.
Áhorfandi nokkur birti mynd af snjallúri sínu á meðan leik stóð. Það sýndi að hávaðinn sem myndaðist af stemningunni á Elland Road var í raun allt of mikill.
„Hávaðastigið er komið upp í 95 desibel. Aðeins tíu mínútur á þessu stigi geta valdið varanlegum heyrnaskaða,“ stóð á úrinu.
Tyler Adams, leikmaður Leeds, hafði gaman að því að sjá þetta.
„Þetta hljómar eins og þetta sé rétt,“ skrifaði hann á Twitter.