El Nacional á Spáni heldur því fram að Newcastle sé í bílstjórasætinu í baráttunni um Eden Hazard, leikmann Real Madrid.
Það kom fram í gær að Belginn ætti enga framtíð hjá Real Madrid og að félagið vildi losa sig við hann.
Newcastle er til í að borga 20 milljónir evra fyrir þjónustu hans.
Hinn 31 árs gamli Hazard hefur engan veginn staðið undir væntingum frá því Real Madrid keypti hann frá Chelsea á 100 milljónir punda 2019.
Samningur Hazard rennur ekki út fyrr en eftir næstu leiktíð. Hann er ekki sagður hafa áhuga á að fara þrátt fyrir stöðuna.
Real Madrid hefur þó engan áhuga á að nota Hazard og veit leikmaðurinn af því.