fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Danskir landsliðsmenn fá væna summu fyrir þátttökuna á HM – Allt að 100 milljónir á hvern leikmann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 08:00

Christian Eriksen fer að sjálfsögðu með til Katar. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gærkvöldi hvaða leikmenn fara með á HM í Katar síðar í mánuðinum.  Hann lokaði þó glugganum ekki alveg því fimm sæti eru enn til ráðstöfunar í hópnum og hafa leikmenn þessa viku til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum.

Það er eftir miklu að slægjast að fá að fara með liðinu á HM. Það er að sjálfsögðu mikill heiður og væntanlega toppurinn á ferli margra að spila á HM en það eru líka háar fjárhæðir í boði fyrir þátttökuna.

Í fréttatilkynningu frá samtökum leikmanna kemur fram að hver leikmaður fái sem svarar til um 100 milljóna íslenskra króna í sinn hlut ef liðið sigrar á mótinu.

Það er kannski ekki raunhæft að Danir vinni mótið en það þýðir ekki að leikmennirnir fari slippir og snauðir heim að móti loknu. Fyrir það eitt að vera valdir í liðið fær hver leikmaður sem svarar til um 17,5 milljóna íslenskra króna.

Ef liðið kemst í sextán liða úrslitin hækkar upphæðin í 27,5 milljónir. Átta liða úrslit gefa 36,7 milljónir og undanúrslit 56,8 milljónir.

Ef liðið verður í þriðja sæti á mótinu fær hver leikmaður 62 milljónir og ef liðið verður í öðru sæti tikka 66,5 milljónir inn á bankareikninga leikmannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City