Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, getur ekki treyst bakverðinum Trent Alexander Arnold á HM í Katar.
Þetta segir Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands, en hann hefur fylgst vel með Trent á þessu tímabili í leikjum Liverpool.
Trent er frábær þegar kemur að sóknarleik Liverpool en þykir ekki vera einn sá besti þegar kemur að varnarleik.
Neville telur að Trent sé ekki treystandi fyrir því að spila á HM en hvort hann verði valinn verður að koma í ljós.
,,Þetta er leiðinlegt því það eru fáir betri í að sækja en hann. Mun England vinna eða tapa á HM? Það mun velta á einu augnabliki,“ sagði Neville.
,,Eins og er þá get ég ekki séð hvernig Gareth gæti notað Trent í útsláttarkeppni HM. Ég vil að þessi leikmaður verði besti hægri bakvörður sögunnar en miðað við leikinn gegn Tottenham þá var eins og hann gæti alltaf kostað liðið sigurinn.“
,,Ef þetta væri HM þá hefði hann fengið víti á sig. Ég tel ekki að Gareth geti treyst á hann í útsláttarkeppninni og það gæti haft stór áhrif á valið.“