Ruben Selles, þjálfari hjá félaginu, tekur við til bráðabirgða.
#SaintsFC can confirm it has parted company with Men’s First Team Manager Ralph Hasenhüttl.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022
Southampton hefur látið Ralph Hasenhuttl fara sem knattspyrnustjóra.
Liðið er í átjanda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórtán leiki. Í gær tapaði liðið 1-4 á heimavelli gegn Newcastle. Reyndist það síðasti leikur Hasenhuttl við stjórnvölinn.
Hasenhuttl tók við Southampton í lok árs 2018 og hefur skilað fínu starfi. Nú telur félagið hins vegar að tími sé til kominn á breytingar.
Aðstoðarmaður Hasenhuttl, Richard Kitzbichler, fylgir honum út um dyrnar.
Ruben Selles, þjálfari hjá félaginu, tekur við til bráðabirgða.
#SaintsFC can confirm it has parted company with Men’s First Team Manager Ralph Hasenhüttl.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022