Rétt í þessu var dregið í umspilsumferðina um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Liðin sem höfnuðu í þriðja sæti riðla sinna í Evrópudeildinni og öðru sæti riðla sinna í Sambandsdeildinni mætast í þessari umferð.
Leikirnir
Qarabag – Gent
Trabzonspor – Basel
Lazio – Cluj
Bodo/Glimt – Lech Poznan
Braga – Fiorentina
AEK Larnaca – Dnipro
Sheriff – Partizan
Ludogorets – Anderlecht
Sigurvegarar þessara einvíga munu fara í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar, ásamt þeim liðum sem unnu sína riðla fyrir áramót.
Leikirnir fara fram þann 16. og 23. febrúar í byrjun næsta árs.