Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, var ósáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Manchester United í gær.
Villa gerði sér lítið fyrir og vann United 3-1 í frumraun Unai Emery sem stjóra liðsins.
Bailey kom heimamönnum yfir á sjöundu mínútu og Lucas Digne tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Rétt fyrir hálfleik minnkaði United muninn með sjálfsmarki Jacob Ramsey.
Ramsey bætti hins vegar upp fyrir það snemma í seinni hálfleik og innsiglaði 3-1 sigur Villa með marki réttu megin.
Þrátt fyrir sigurinn var Bailey pirraður eftir leik og hélt á Twitter.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með dómarana í dag (gær). Ég gat ekki andað eftir að hafa fengið olnbogaskot í rifbeinin. Línuvörðurinn sagði að ég ætti ekki að segja neitt því ég væri að gera það sama við (Lisandro) Martinez. Stundum skil ég ekki af hverju VAR var innleitt,“ skrifar Bailey.