Erling Haaland, leikmaður Manchester City, viðurkennir að hann hafi verið verulega stressaður í gær í leik gegn Fulham.
Man City vann leikinn 2-1 á heimavelli en Haaland skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Stress hefur áhrif á Haaland eins og aðra en hann var ekki of kokhraustur áður en hann kom boltanum í netið.
Norðmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og kom aðeins inná sem varamaður í leiknum.
,,Þetta var magnað. Ég var stressaður. Ég hef sjaldan verið eins stressaður í mínu lífi en tilfinningin var frábær,“ sagði Haaland.
,,Vítaspyrna á síðustu mínútunni, auðvitað var ég stressaður. Ég elska það. Ég hef verið meiddur í viku og það var mikilvægt að vinna.“