Ansi óheppilegt atvik átti sér stað um helgina er Borussia Dortmund lék við Bochum í efstu deild Þýskalands.
Dortmund var í litlum vandræðum á heimavelli og vann þennan leik sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.
Fyrirliði Bochum, Anthony Losilla, lenti í óþægilegu atviki í leiknum er hann fékk spark í höfuðið frá einum af sjúkraþjálfurum Bochum.
Sjúkraþjálfarinn ætlaði að veita Losilla aðstoð en rann á vellinum sem varð til þess að hann sparkaði í höfuð leikmannsins.
Losilla fann verulega fyrir sparkinu eins og má sjá hér fyrir neðan.
Bochum’s medical staff seeing Dortmund medical staff: „…and i took that personally“pic.twitter.com/tWVfyskYMZ
— Troll Football Media (@Troll__Footbal) November 5, 2022