Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, montaði sig örlítið í gær er hann ræddi við BT Sport fyrir leik gegn Arsenal.
Chelsea spilar við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 12:00 og verður Sterling líklega í byrjunarliðinu.
Sterling er ættaður frá Jamaíka líkt og Usain Bolt sem er fljótasti maður heims en um frjálsíþróttamann er að ræða.
Bolt er stuðningsmaður Manchester United en hann og Sterling eru félagar miðað við orð enska landsliðsmannsins.
,,Ég myndi þurfa að nefna mitt uppáhald, Usain Bolt, ég er með hann í símaskránni,“ sagði Sterling spurður út í frægasta nafnið í símanum fyrir utan fótboltamenn.
,,Hann er fljótasti maður heims. Ég gæti skellt mér til Jamaíka núna og við gætum átt góða tíma saman.“