Wolves hefur staðfest það að Julen Lopetegui sé nýr stjóri liðsins og tekur hann við þann 14. nóvember næstkomandi.
Talið var að Steve Davis myndi þjálfa Wolves út árið en félaginu tókst að ná samkomulagi við Lopetegui sem mun taka við.
Lopetegui hefur hafnað Wolves í tvígang á þessu tímabili en samþykkti að lokum að taka við liðinu af Bruno Lage.
Lage var rekinn eftir ömurlega byrjun og hefur Davis séð um að þjálfa liðið í undanförnum leikjum.
Lopetegui er 56 ára gamall en hann hefur þjálfað lið eins og Real Madrid, Sevilla sem og spænska landsliðið.