Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að miðjumaðurinn Kalvin Phillips sé loksins að jafna sig af meiðslum.
Phillips hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Man City eftir að hafa komið til félagsins frá Leeds í sumar.
Phillips hefur hingað til spilað þrjá leiki fyrir Englandsmeistarana en hann meiddist í september og hefur verið frá.
Guardiola staðfesti það í gær að Phillips væri nú á góðum batavegi og verður leikmaðurinn klár fyrir leik gegn Chelsea í deildabikarnum.
Það eru einnig góðar fréttir fyrir England ef á að velja Phillips fyrir lokahópinn í HM í Katar.
Phillips var áður mikilvægur leikmaður Leeds og á að baki 23 landsleiki fyrir England.