Tottenham 1 – 2 Liverpool
0-1 Mo Salah(’11)
0-2 Mo Salah(’40)
1-2 Harry Kane(’70)
Liverpool vann stórleikinn á Tottenham Stadium í dag en síðasta viðureign dagsins á Englandi var að klárast.
Liverpool þurfti á sigri að halda gegn Tottenham eftir mjög slaka byrjun á tímabilinu og tvö töp í röð.
Eins og oft áður var Mohamed Salah aðalmaðurinn í dag en hann gerði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri.
Þeir rauðklæddu voru með 2-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Harry Kane tókst að laga stöðuna fyrir heimamenn í þeim seinni.
Leikurinn var heilt yfir nokkuð fjörugur en með stigunum þremur er Liverpool enn í áttunda sætinu með 19 stig, 15 stigum frá toppnum.