Neikvæður leikstíll Tottenham mun kosta liðið Meistaradeildarsæti á þessu tímabili að sögn Paul Merson.
Merson er fyrrum landsliðsmaður Englands og leikmaður Arsenal en hann tjáði sig um ástand Tottenham í dag.
Tottenham hefur halað inn ágætis magni af stigum hingað til en spilamennskan hefur ekki verið sú besta.
Tottenham er talið spila nokkuð neikvæðan fótbolta undir Antonio Conte sem mun kosta liðið að lokum að sögn Merson.
,,Ég bara tel að þú getir ekki komist mikið lengra með þessari spilamennsku,“ sagði Merson.
,,Ég sé ekki hvernig þeir munu ná þriðja sæti. Chelsea mun alltaf enda fyrir ofan Tottenham.“