David Beckham, goðsögn Manchester United, var neyddur í það að klæðast treyju Tottenham sem krakki þó hann væri stuðningsmaður Rauðu Djöflana.
Beckham segir sjálfur frá þessu en afi hans var stuðningsmaður Tottenham og gaf honum treyju liðsins á yngri árum.
Foreldrar Beckham gáfu honum treyju Man Utd en það var eitthvað sem afi hans sætti sig ekki við á þessum tímapunkti.
Beckham er í dag 47 ára gamall en gerði garðinn frægan sem leikmaður bæði Man Utd sem og Real Madrid.
,,Það er alltaf sérstakt þegar ég sé treyju Man Utd. Ég fékk þá treyju frá bæði mömmu og pabba,“ sagði Beckham.
,,Eftir það þá þurfti ég að venjast treyju Tottenham vegna afa míns. Man Utd treyjan var sú sem ég klæddist á daginn og svo á kvöldin klæddist ég treyju Tottenham.“