Erik ten Hag, stjóri Manchester United, þarf á fleiri möguleikum að halda í sókninni til að eiga möguleika á titlum á tímabilinu.
Ten Hag segir sjálfur frá þessu en hann treysti á sóknarmanninn Alejandro Garnacho í leik gegn Real Sociedad á fimmtudag.
Garnacho er efnilegur leikmaður og skoraði eina mark leiksins en Ten Hag telur hópinn vera of þunnan þegar kemur að sóknarlínunni.
Leikmenn Man Utd eru að glíma við meiðsli sem gæti kostað liðið lengra inn í tímabilið.
,,Við þurfum á möguleikum að halda. Við erum í vandræðum þarna,“ sagði Ten Hag í samtali við BT Sport.
,,Antony er ekki til taks, Anthony Martial er ekki til taks og heldur ekki Jadon Sancho. Ég var ánægður með frammistöðuna og vona að hann geti haldið áfram sama striki.“