Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, mun ekki spila með enska landsliðinu á HM í Katar síðar í þessum mánuði.
Það er Chelsea sem staðfestir þetta á heimasíðu sinni en þar segir félagið að allar líkur séu á að Chilwell verði ekki klár.
Bakvörðurinn meiddist á dögunum í leik liðsins í Meistaradeildinni en um er að ræða meiðsli aftan í læri.
Læknalið Chelsea hefur nú skoðað leikmanninn almennilega og ljóst er að um alvarleg meiðsli er að ræða.
Það er verulegt áfall fyrir enska landsliðið en Chilwell hefði byrjað leiki liðsins í vinstri bakverði.