Jón Daði Böðvarsson komst á blað fyrir lið Bolton í dag sem spilaði gegn Barnsley í enska bikarnum.
Jón Daði kom inná sem varamaður í 2-1 tapi Bolton en hann skoraði eina mark liðsins á 80. mínútu.
Einnig á Englandi spilaði Jóhann Berg Guðmundsson um hálftíma er Burnley tapaði 5-2 gegn Sheffield United.
Sverrir Ingi Ingason var einnig á skotskónum en hann gerði fyrra mark PAOK í Grikklandi sem vann Giannina 2-0.
Guðmundur Þórarinsson kom inná fyrir OFI Crete í tapi gegn Ionikos og Viðar Örn Kjartansson spilaði 16 mínútur í markalausu jafntefli Atromitos og Aris.