Napoli er enn taplaust á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og vann virkilega góðan útisigur í verkefni dagsins.
Napoli heimsótti sterkt lið Atalanta og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa lent undir.
Ademola Lookman kom Atalanta yfir úr vítaspyrnu en Victor Osimhen og Eljif Elmas sáu um að tryggja gestunum stigin þrjú.
Olivier Giroud reyndist hetja AC Milan í heimaleik gegn Spezia og gerði sigurmark liðsins er stutt var eftir.
Giroud missti sig aðeins eftir markið og fékk að líta annað gult spjald í fagnaðarlátunum og þar með rautt.
Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Spezia en hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Atalanta 1 – 2 Napoli
1-0 Ademola Lookman(’19, víti)
1-1 Victor Osimhen(’23)
1-2 Eljif Elmas(’35)
AC Milan 2 – 1 Spezia
1-0 Theo Hernandez(’21)
1-1 Daniel Maldini(’59)
2-1 Olivier Giroud(’89)