Bakvörðurinn Reece James er á undan áætlun og gæti náð að spila með enska landsliðinu á HM í Katar.
Frá þessu greina enskir miðlar en James meiddist í síðasta mánuði og hefur ekki verið til taks í síðustu leikjum Chelsea.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefði treyst á James í hægri bakverði ef hann væri heill heilsu.
Það er þó enn möguleiki á að James nái HM síðar í þessum mánuði en keppnin fer af stað eftir um tvær vikur.
Þessi 22 ára gamli leikmaður er sjálfur ákveðinn í að ná keppninni en hann er að glíma við hnémeiðsli sem geta oft verið mjög erfið.