Joe Cole, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að enskir miðlar tali of mikið um Jude Bellinghan og of lítið um Fede Valverde, leikmann Real Madrid.
Valverde hefur verið stórkostlegur á þessu tímabili og er fljótt að verða einn öflugasti sóknarmaður Evrópu.
Enskir miðlar hætta ekki að tala um Bellingham sem spilar með Borussia Dortmund og er ein helsta vonarstjarna Englands.
Cole er þó ekki á því máli að Bellingham sé betri leikmaður en Valverde en hann fær þó mun meiri athygli sem virðist ósanngjarnt.
,,Hann hefur náð að læra af leikmönnum eins og Casemiro, Toni Kroos og Luka Modric,“ sagði Cole.
,,Hann er á toppnum þegar kemur að ungum leikmönnum ásamt Jude Bellingham og er við það að verða sá besti.“
,,Við tölum mikið um Bellingham á Englandi en þessi strákur er alveg jafn góður og hann er.“