Everton 0 – 2 Leicester City
0-1 Youri Tielemans (’45 )
0-2 Harvey Barnes (’86 )
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Leicester lyfti sér úr fallsæti eftir heimsókn á Goodison Park.
Leicester byrjaði tímabilið skelfilega en hefur undanfarið verið að svara vel fyrir sig og er að rétta úr kútnum.
Liðið hafði betur 2-0 gegn Frank Lampard og félögum og fara í 13. sætið og upp fyrir Everton í töflunni.
Eftir martraðarbyrjun hefur Leicester nú aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum.