Fyrrum knattspyrnumaðurinn Dean Ashton hefur gagnrýnt Erik ten Hag, stjóra Manchester United, eftir leik við Real Sociedad á fimmtudag.
Man Utd vann leikinn 1-0 með marki frá Alejandro Garnacho en þurfti fleiri mörk til að tryggja efsta sæti riðilsins.
Ten Hag ákvað að skella varnarmanninum Harry Maguire í sóknina undir lok leiks, eitthvað sem Ashton setur spurningamerki við
Ashton starfar fyrir TalkSport í dag og er ekki viss um að þessi ákvörðun Ten Hag sendi rétt skilaboð til annarra leikmanna liðsins.
,,Er Erik ten Hag búinn að vinna í þessu á æfingasvæðinu? Með Harry Maguire í sókninni?“ sagði Ashton.
,,Ef hann er búinn að því þá allt í lagi en ef ekki og þetta var ákvörðun sem var tekin á einu augnabliki þá er þetta skrítið, svo skrítið.“
,,Það er hlægilegt að setja Maguire í framlínuna undir lok leiks, hvað segir þetta leikmönnum eins og Anthony Elanga?“