Bandarískir miðlar tala um að Gareth Bale sé að upplifa ‘martröð’ hjá Los Angeles FC eftir að hafa samið í sumar.
Bale gekk í raðir LAFC á frjálsri sölu frá Real Madrid en hefur til þessa aðeins byrjað tvo leiki.
Sóknarmaðurinn hefur alls spilað 12 leiki og skorað tvö mörk en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans í Los Angeles.
Bale verður varamaður í kvöld í útsláttarkeppni MLS er liðið spilar við Philadelphia Union.
Þessi 33 ára gamli leikmaður ætti að vera klár fyrir welska landsliðið á HM í Katar þó að hann spili takmarkað í Bandaríkjunum.
Bale hefur ekki tekið þátt í útsláttarkeppninni fyrir LAFC hingað til en hefur verið að æfa á fullu með öðrum leikmönnum liðsins.
Margir telja að þessi félagaskipti Bale hafi alls ekki staðist væntingar en hann átti að vera einn af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins sem gekk ekki upp.