Zinedine Zidane mun taka við franska landsliðinu samkvæmt fréttum dagsins. Sagt er að hann taki við eftir HM í Katar.
Zidane hefur ekki verið í starfi í 18 mánuði eftir að hafa sagt upp hjá Real Madrid.
Zidane er fimmtugur og náði mögnuðum árangri með Real Madrid en gæti nú tekið við landsliðinu.
Didier Deschamps hefur stýrt franska liðinu í tíu ár með góðum árangri en það örlar á þreytu í samstarfinu.
Juventus og PSG hafa verið orðuð við Zidane en nú segja miðlar í Frakklandi og Spáni að hann taki við franska liðinu.