Son Heung Min, leikmaður Tottenham, meiddist í vikunni er liðið spilaði við Marseille í Evrópudeildinni.
Son fór af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg og þurfti að fara í aðgerð á auga vegna þess.
Samkvæmt fregnum erlendis eru allar líkur á að Son fari á HM í Katar með Suður-Kóreu, jafnvel þó hann verði ekki heill.
Suður-kóreska knattspyrnusambandið vonast til að Son verði klár þann 24. nóvember er Suður-Kórea hefur leik gegn Úrúgvæ.
Sambandið gaf frá sér yfirlýsingu á sama tíma og viðurkennir það að óvitað er hversu mikið leikmaðurinn geti spilað.
,,Við erum vongóðir um að hann nái sér fyrir mótið. Við teljum að Son fari á HM en spurningin er hvort hann spili eða hversu mikið hann spilar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Son er mikilvægasti leikmaður Suður-Kóreu en hann er einnig markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 35 mörk.