Michail Antonio, leikmaður West Ham, væri bálreiður í dag ef hann væri varnarmaðurinn Virgil van Dijk.
Van Dijk er leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og spilaði er liðið tapaði 2-1 gegn Leeds um síðustu helgi.
Liverpool tapaði þessum leik á heimavelli og var þetta í fyrsta sinn sem Van Dijk tapar heimaleik sem leikmaður liðsins.
Antonio væri alls ekki sáttur ef hann væri í sporum Van Dijk sem er talinn vera einn besti varnarmaður heims.
Sóknarmaðurinn myndi jafnvel velta því fyrir sér hvort það hefði verið rétt skref að yfirgefa liðið í sumarglugganum.
,,Virgil tapaði fyrsta deildarleiknum á heimavelli. Ég væri brjálaður. Ég hefði hugsað með mér: ‘Af hverju fór ég ekki annað síðasta sumar?‘ sagði Antonio.