Thomas Daníelsen hefur verið ráðinn í þjálfun hjá Val og mun sinna einstaklingsmiðaðri þjálfun og markmiðasetningu meistaraflokka knattspyrnudeildar.
Thomas hefur starfað hjá KA undanfarið og var þar með Arnar Grétarssyni sem nú er þjálfari VAls.
Ásamt því að vinna úr upplýsingum, greina og vinna upp úr þeim mælingum sem flokkarnir nota.
Thomas hefur starfað hjá danska Ólympíusambandinu og danska fótboltaliðinu SönderjyskE ásamt því að vinna með fjölda afreksíþróttafólki.