Það er ekki vilji Wolves að losa sig við vængmanninn Adama Traore sem hefur verið orðaður við þónokkur stórlið.
Steve Davis, tímabundinn stjóri Wolves, vill halda Traore sem gæti þó endað annars staðar er janúarglugginn opnar.
Davis segir að Traore sé aðalmaðurinn í leikstíl Wolves og vonar innilega að þessi eldfljóti leikmaður verði um kyrrt.
,,Hann er mikilvægur leikmaður fyrir það sem við erum að gera núna. Hann er aðalmaðurinn í hvernig við viljum spila,“ sagði Davis.
,,Hann virðist hafa svarað því nokkuð vel. Ef þú ert einn á einn gegn honum þá ertu í vandræðum. Hann býr til svæði fyrir aðra leikmenn á sama tíma.“
,,Það eina sem við höfum gert er að tala við hann og segja honum hversu mikið við þurfum á honum að halda og hans besta leik.“