Það kom upp skemmtilegt atvik í leik Real Sociedad og Manchester United í Evrópudeildinni í gær.
United vann leikinn 0-1 og var það Alejandro Garnacho sem skoraði eina mark leiksins.
Markið dugði United ekki til að vinna riðil sinn. Liðið þarf því að fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Eftir að hinn 18 ára gamli Garnacho skoraði bað hann Cristiano Ronaldo um að fá að nota fagn hans.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Garnacho asking can he do the celebration ⭐️🇦🇷 pic.twitter.com/qlUqDcDryx
— UtdPlug (@UtdPlug) November 4, 2022