Bruno Lage var rekinn frá Wolves fyrr á þessu tímabili eftir mjög slæma byrjun í ensku úrvalsdleildinni.
Lage er 46 ára gamall og var rekinn í byrjun október en hann segist hafa þurft framherja til að halda starfinu.
Wolves samdi við Sasa Kalajdzic í sumar og meiddist hann í fyrsta leik áður en Diego Costa kom til félagsins á frjálsri sölu.
Raúl Jimenez hefur lengi verið aðalvopn Wolves í sókninni en til þessa hefur hann aðeins leikið þrjá leiki án þess að skora mark.
,,Seinna tímabilið var erfitt vegna álagsins, þetta var öðruvísi því HM er framundan og leikirnir eru margir,“ sagði Lage.
,,Ég held að lexíank, ekki bara fyrir mig heldur fyrir stjórnina er að til að keppa í ensku úrvalsdeildinni þá þarftu framherja.“
,,Því miður hjá Wolves þá vorum við ekki með þennan framherja og ég vissi að við yrðum annað lið án hans í hvert skipti sem við gengum inn á völlinn.“