Real Madrid vildi ekki losna við miðjumanninn Casemiro sem skrifaði undir samning á Englandi í sumar.
Þetta segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United, en Casemiro skrifaði undir hjá félaginu óvænt undir lok gluggans.
Það var þó ekki vilji Real að losa leikmanninn en hann vildi fara um leið og hann heyrði af áhuga enska stórliðsins.
,,Hann sagði mér að hann þyrfti á nýrri áskorun að halda því hann vann allt með Real Madrid,“ sagði Ten Hag.
,,Hann spilaði stórt hlutverk hjá Real og þeir vildu ekki losna við hann en hann taldi sig þurfa að sanna sig í annarri deild og í öðru liði.“
,,Það sýnir hversu hungraður hann er og mér líkar það. Hann verður bara mikilvægari með tímanum.“