Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, neitar því að hann sé að undibúa það að yfirgefa félagið eftir mörg góð ár í Madríd.
Atletico er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið aðeins einn sex leikjum og kemst heldur ekki í Evrópudeildina.
Simeone er oft orðaður við brottför frá Atletico en hann er staðráðinn í að koma liðinu aftur á rétta braut.
,,Draumurinn minn er að halda áfram að vinna hjá þessu félagi og komast aftur í Meistaradeildina á næsta ári,“ sagði Simeone.
,,Við erum úr leik í Meistaradeildinni og það særir og pirrar mig vegna ábyrgðarinnar sem við berum gagnvart stuðningsmönnum.“
,,Við verðum að standa saman og vera sterkir og sýna hvað við getum á vellinum en ekki með orðum.“