Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason gagnrýnir RÚV fyrir val sitt á sérfræðingum í kringum Heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem hefst eftir rúmar tvær vikur.
RÚV er með sýningaréttinn á mótinu hér á landi. Edda Sif Pálsdóttir, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson munu hafa umsjón með HM-stofunni. Með þeim verða svo Heimir Hallgrímsson, Margrét Lára Viðarsdóttir, Arnar Gunnlaugsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Ólafur Kristjánsson.
Lýsendur á leikjum HM verða þeir Einar Örn Jónsson, Gunnar Birgisson, Hörður Magnússon og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson munu lýsa leikjum HM.
„Yngsti karlkyns sérfræðingurinn verður fimmtugur í mars,“ segir Hjörvar í hlaðvarpinu sínu Dr. Football.
„Segðu mér eitthvað sem ég veit ekki. Ég veit ekki hvort ég fái það þarna.“
Hjörvar hefði viljað sjá leikmann sem fór með íslenska karlalandsliðinu á HM í Rússlandi 2018 í setti RÚV.
„Við eigum 23 gaura sem fóru á HM síðast og það er enginn þarna. Ég hefði viljað fá leikmann sem hefur spilað á HM. Þetta er auðvitað í eigu okkar allra.“