Erik ten Hag stjóri Manchester United veit ekki hvort sóknarmenn hans á sjúkralistanum séu klárir í slaginn gegn Aston Villa á sunnudag.
Antony, Jadon Sancho og Anthony Martial voru allir fjarverandi gegn Real Sociedad í gær.
Breiddin í sóknarlínu var því lítil sem enginn en Ten Hag veit ekki stöðuna.
„Það er mjög erfitt að segja til um þetta,“ sagði Ten Hag.
„Ég verð að tala við læknaliðið varðandi stöðuna. Þeir voru eftir í Manchester og fóru á æfingar þar.“
„Ég þarf að heyra hvernig þeir voru á æfingum þar og hvort þeir geti spilað á sunnudag.“