Carlos Tevez fyrrum framherji hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Rosario Central í Argentínu. Uppsögnin kemur á óvart.
Tevez tók við starfinu fyrir fimm mánuðum síðan en hann hafði lagt skóna á hilluna eftir frábæran feril.
Tevez ákvað að fara beint út í þjálfun en segir nú af sér og er ósáttur við félagið.
„Ég kom ekki hingað til að vera hluti af pólitísku tafli. Þegar nafnið mitt er komið í slíka umræðu þá hætti ég. ÉG stíg til hliðar,“ segir Tevez.
Tevez lék bæði fyrir Manchester United og City en lauk ferlinum með Boca Juniors í heimalandinu.