Liverpool er líklegasti áfangastaður Jude Bellingham næsta sumar þegar búist er við að hann fari frá Borussia Dortmund.
Þessi 19 ára gamli leikmaður er einn eftirsóttasti bitinn í boltanum en Dortmund vill vel yfir 100 milljónir punda fyrir hann.
ESPN segir Liverpool leiða kapphlaupið en Real Madrid er með í samtalinu um hann.
Þessi 19 ára miðjumaður hefur átt frábæra tíma í Þýskalandi en hann vill taka næsta skref á ferlinum næsta sumar.
Búist er við að Bellingham verði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu á HM í Katar.