Á mánudag verður dregið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Þar verða nokkur ansi sterk lið í pottinum.
Um er að ræða þau lið sem höfnuðu í öðru sæti riðla sinna í Evrópudeildinni annars vegar og liðin sem höfnuði í þriðja sæti sinna riðla í Meistaradeild Evrópu hins vegar.
Liðin sem tóku þátt í Evrópudeildinni fyrir áramót mæta liðunum sem voru í Meistaradeildinni.
Lið frá sama landi geta ekki dregist saman á þessu stigi keppninnar.
Í öðru sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Manchester United
Midtjylland
Monaco
Nantes
PSV Eindhoven
Rennes
Roma
Union Berlin
Í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildar
Ajax
Barcelona
Juventus
Leverkusen
Salzburg
Sevilla
Shakhtar Donetsk
Sporting
Leikirnir fara fram þann 16. og 23. febrúar í byrjun næsta árs.
Drátturinn hefst klukkan 13 á mánudag.