Fantasy spilarar hafa engin svör fengið frá Pep Guardiola stjóra Manchester City er varðar heilsu Erling Haaland.
Haaland hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en hann gæti spilað gegn Fulham um helgina.
Svörin frá Guardiola voru hins vegar loðin. „Hann er miklu betri,“ sagði Guardiola um meiðsli Haaland.
„Við tökum ákvörðun í dag, hann er byrjaður að æfa en við æfum síðdegis.“
„Við sjáum til,“ segir Guardiola en margir gætu tekið þá ákvörðun að halda Haaland í Fantasy liðinu þrátt fyrir óvissuna.